föstudagur, desember 14, 2007

Já, þessi elska...



Thelma

þriðjudagur, júní 19, 2007

Vá! Gæti sagt endalausar...

...strætósögur en kýs að gera það ekki. Annað og skemmtilegra að gerast í lífi mínu þessa dagana (sem betur fer).

Ef þið hafið áhuga á mér og mínum þá endilega smellið hér:)

Thelma

þriðjudagur, júní 05, 2007

Aldrei hefði ég trúað því...

...að ég yrði e-n daginn svona dugleg í strætó!


Stelpan tekur þann gula á hverjum degi eins og ekkert sé og hefur enn ekki þurft að rúnta borgarhluta á milli vegna mistaka í leiðavali.
Annars er ég bara að koma lífinu á réttan kjöl eftir prófatíðina góðu. Tekur alltaf smávegis tíma að púsla sér saman eftir tarnirnar. Læra að hafa samskipti við fólk upp á nýtt og svona... ...róleg á dramatíkinni:) Geri mitt besta í rækjubindingum og öðrum skemmtilegheitum á tannréttingarstofunni á Laugaveginum. Held að ég sé bara að komast upp á lag með ýmislegt, þó að af nógu sé að taka og nóg eftir að læra. Skemmtilegt og mikil tilbreyting að þurfa allt í einu að díla við fólk á hverjum degi, í stað þess að bora í dummies og gera heilgóma á módel sem hvorki segja af né á. Fínt að fá smávegis æfingu áður en manni verður dembt inn á klíníkina í haust.
Það versta er þó að vera ekki í Borgarnesi, hjá litlu fjölskyldunni og knúsa frændann. Ég og Hrönn gerðum samt sem áður heiðarlega tilraun til að komast í sveitina á laugardaginn. Sú ferð endaði þó snögglega á Bónusplaninu í Mosfellsbæ, því vatnstankurinn eyðilagðist og við þurftum að snúa aftur í miðborgina með hangandi haus. Gott að við höfðum planað smávegis skemmtilegheit það laugardagskvöldið.
Er alveg himinlifandi með sumarið, sem fer bara ágætlega af stað. Veðrið mætti þó vera örlítið notalegra en ég get alveg beðið aðeins lengur.
Hafið það gott,
Thelma

fimmtudagur, maí 24, 2007

Lítið að frétta...

...nema þá aðallega það að ég er búin að vera að kela svolítið við þennan hérna síðustu daga...


Eins og þið sjáið þá dafnar kúturinn ferlega vel og ég hreinlega sé hann lengjast og mannast á hverjum degi.

Annars er ég mætt aftur í borgina svo ég geti nú stundað vinnuna mína á morgun. Fyrsti dagurinn hjá Gísla Vill og ég er nokkuð spennt að byrja.

Allir sem heimsækja mig í sumar verða svona fallegir

Margrét mín þykist svo ætla að kíkja á mig annað kvöld - ég vona bara að hún rati á Eggertsgötuna, svo langt er síðan við hittumst eða sóttum hvor aðra heim.
Hún verður pottþétt svona hress og pottþétt með þessi gleraugu

Ætlaði að skella mér á Ísafjörð yfr helgina en sú ferð verður því miður að bíða betri tíma. Nota tímann þá bara í lestur og notalegheit og fermingarveislu á Hvanneyri á sunnudaginn.

Sæja mín, kannski ég hitti þig aðeins þar..?
Uuu og annað til þín Sæja pæja. Ekki varst það þú sem kveiktir næstum því í Grundartanga nú í vikunni? Eða varst það kannski þú sem afstýrðir brunanum mikla?

Nú er komið nóg,

Thelma

mánudagur, maí 14, 2007

Fallegastur


Ohh, ég get ekki beðið eftir því að klára prófin á morgun og komast aftur upp í Borgarnes til að knúsa þennan litla stubb.
Thelma

föstudagur, maí 11, 2007

Flott erum við


Thelma

fimmtudagur, maí 10, 2007

Nú er Thelma litla...

...ekki lengur minnsti fjölskyldumeðlimurinn því lítill prins bættist í hópinn í gær.


Fæðingin gekk vel og nýbökuðum foreldrum og barni heilsast prýðilega. Við renndum úteftir á Akranes til að líta gripinn augum, rétt þremur klukkutímum eftir að hann kom í heiminn og hann svaf sem værast og leyfði okkur að strjúka sig, halda á sér og taka myndir eins og hann hefði ekkert annað gert um ævina (sem var nú kannski einmitt málið). Karl faðir minn spurði mig nú hvort ég færi ekki bara af stað í barnaeldi í kjölfarið og gaf lítið fyrir þau svör mín, að kannski væri hentugt að finna góðan mann fyrst. “Er það ekki bara óþarfi, Thelma mín?” Þannig að nú er bara mál að hefjast handa, fyrst pabbi er búinn að gefa grænt ljós á þetta allt saman. Það þýðir hreinlega ekkert annað.

Ég get hreinlega ekki beðið eftir að fá litlu fallegu fjölskylduna heim og er ennþá spenntari að klára prófin svo ég geti dúllast með þeim alla daga, frá morgni til kvölds.

Thelma