
Við stelpurnar erum að fara í einnar nætur útileigu e-t austur fyrir fjall! Ætli við skellum okkur ekki bara í Þrastarskóg, þar er eflaust gott að vera. Erum svona að vinna í því að hlaða bílana, redda okkur einu tjaldi í viðbót og svo verður brunað úr Borg uppúr hálfsjö býst ég við. E-ð virðist hafa hellst úr lestinni, mikil veikindi og sjúkrahúslegur valda því. Svo eru líka e-r að vinna eða bara hreinlega að lesa fyrir próf og enn aðrir ekki í réttum landshluta...
...en þannig er það bara. Við dönsum þá bara fáar saman en fáklæddar engu að síður.
Endilega kíkið við ef þið eigið leið hjá.
Thelma
2 Comments:
Ég elska útileigur alveg mest, langar í eina á næstu helgi svona til að hita upp fyrir ÞJÓÐHÁTÍÐ:)
Útileigur eru bara það besta!! Það er einfaldlega bara þannig.
Þú tekur þetta svo fyrir okkur báðar á Þjóðhátíð IngLá!! :) Þar sem ég verð frekar mikið að leika mér með skólabækurnar þá helgina...
Skrifa ummæli
<< Home