þriðjudagur, janúar 30, 2007

Hvurnig í andsk...


Já, nú er mér nær allri lokið.
Svo virðist sem góðvinkona mín, sem ég kýs að kalla Ungfrú X, sé nálægt því að missa vitið. Kannski ekki allt vitið, en e-ð er fari að grynnka á hyggjuviti hennar. Með hverjum deginum líkist hún meira og meira fjöldaframleiddri Barbie-dúkku með ljósa lokka og stinnan líkama, sem jafnframt verður nokkuð vel tanaður innan skamms, og hún er svoleiðis búin að hella sér í poppkúltúr Reykjavíkurborgar og sést þar af leiðandi á ótrúlegustu dansstöðum um helgar, svo og á populismasíðum veraldarvefsins.

Hvað ætli valdi þessum straumhvörfum í lífi Ungfrúr X??
Jáhh, hafið þið e-r svör við því lesendur góðir?

Thelma

11 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Oj hver er eiginlega þessi nastí gella, þú ættir að endurhugsa hver vinir þínir eru... Margrét

þriðjudagur, janúar 30, 2007 5:14:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

sorry ég bara get ekkert að þessu gert..

miðvikudagur, janúar 31, 2007 1:52:00 e.h.  
Blogger Sæja said...

Heheh ætli hún vilji bara ekki vera eins og við, falleg og skemmtileg.

miðvikudagur, janúar 31, 2007 2:33:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hmmm...eru ekki 50% íslenskra ungkvenna svona? Sorry...

miðvikudagur, janúar 31, 2007 3:57:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvaða stelpa er þetta?

fimmtudagur, febrúar 01, 2007 11:55:00 f.h.  
Blogger Thelma litla said...

Jább, ég held við vitum allar við hverja ég á!!

fimmtudagur, febrúar 01, 2007 10:15:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

nú er ég ekki viss um hvort þetta sé djók eða ekki...kv. HH

sunnudagur, febrúar 04, 2007 9:02:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Voðalega er þetta raunaleg ung kona... svona kiðfætt, úfin og argintætuleg, á varla bót fyrir boruna á sér í bókstaflegri merkingu. Þetta hlýtur bara að vera einhver bláfátæk götustelpa!

mánudagur, febrúar 05, 2007 3:11:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Humm... um hverja ertu að tala??
Mér dettur ein í hug en þori ekki að segja það því þá fara allir að hlæja að því hvað Halldóra er vitlaus;)
En er ekki ástæða fyrir því að þú kallar hana ungfrú X???
Halldóra

mánudagur, febrúar 05, 2007 3:25:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Humm... eða nei var að detta ein önnur i hug... ;)
Halldóra

mánudagur, febrúar 05, 2007 3:26:00 e.h.  
Blogger Thelma litla said...

Hmmm, fólk er greinilega með nokkrar í huga... ...held að hárið eigi að gefa ykkur nokkuð góða mynd, eða kannski ekki! Hmmmm...

Þér að segja Ísak, þá er þessi unga dama, sem um ræðir, ekkert sérlega kiðfætt... Og hvaða námsmaður á svossum bót fyrir boruna á sér, hversu lítil/stór sem hún er! Annars kynntist ég stórum Róbert þarsíðustu helgi. Held við höfum spjallað heilmikið um þig, já það held ég bara:)

Halldóra mín, ég held að við vitum öll mætavel að þú ert alls ekki vitlaus!! Held þú hafir sannað það með nokkuð afgerandi hætti í Clausus nú fyrir jólin. En X-ið er í rauninni bara þarna af hendingu. Ekki vildi ég nota upphafsstaf stúlkunnar, því þá væri nokkuð ljóst um hverja ég væri að ræða. Þú mátt alveg endilega giska samt:)

Ein vísbending: Þessi ungdama er hærri en ég í loftinu (góð vísbending, ekki satt??). :)

mánudagur, febrúar 05, 2007 4:17:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home