fimmtudagur, júlí 27, 2006

Fjöldamorð Ísraela í Líbanon


Undanfarið rétt rúmt ár hafa Líbanir staðið í ströngu við að koma efnahagslífi landsins í réttan farveg og sjálfstæði þess á fót, eftir áratuga langar styrjaldir sem geysað hafa innan landamæra Líbanons. Margir innfæddir muna lítið annað en stríð og hatur, því það var í raun ekki fyrr en 26. apríl 2005, sem síðustu hermennirnir frá Sýrlandi tóku vopn sín og yfirgáfu landið. Ísraelsmönnum og bandamönnum þeirra hefur nú tekist að slökkva alla von í brjósti Líbana með blóðugum morðum á saklausum borgurum, þar á meðal börnum og gamalmennum, og þeir hafa einnig hreinlega lagt suðurhluta Líbanon í rúst. Ísraelar láta sér það ekki nægja, að myrða á hrottafengin hátt innfædda, heldur hafa þeir með aðgerðum sínum reynt að koma í veg fyrir að hjálparstarf gangi fyrir sig, flóttamannabúðir eru vettvangur sprenginga og fjöldamorða og þar að auki hafa Ísraelsmenn jafnvel myrt hjálparstarfsmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Samtök herstöðvarandstæðinga hafa sent frá sér ályktun þar sem skorað er á ríkisstjórn Íslands að fordæma mannréttindabrot Ísraels í Líbanon og að beita sér fyrir því að þau verði stöðvuð tafarlaust. Bandaríkjastjórn hefur komið í veg fyrir að fjölþjóðleg ráðstefna í Róm krefjist þess að vopnahlé sé komið á í Líbanon og bæði Bretar og Þjóðverjar hafa staðið í vegi fyrir því að Evrópusambandið beiti sér í því máli. Þennan heigulshátt stórveldanna túlkar svo Ehud Olmert, núverandi forsætisráðherra Ísraels, þannig að heimsbyggðin standi að baki honum og þjóð hans, sem hyggst bæta ófögnuðinn um betur með viðamikilli herkvaðningu í heimalandinu og auknum sprengingum innan líbönsku landamæranna.

"Þegar stórveldin bregðast verða smáríkin að sýna ábyrgð. Íslenska ríkisstjórnin verður að hætta að tala um rétt Ísraels til að verja sig, við erum að tala um fjöldamorð, eyðileggingu, mannréttinabrot og stríðsglæpi!" segir í ályktun Samtaka herstöðvarandstæðinga.

Svo ég vitni nú að lokum í Jón Orm Halldórsson sem skrifaði í miðvikudagsblað Fréttablaðsins,

"Það eru auðvitað Bandaríkin en ekki við sem ráðum þessu. Þau leggjast gegn vopnahléi svo morðin halda áfram. En við ættum að fylgjast með. Við kusum menn sem kusu að fórna okkar merkustu hefð til að styðja stefnu Bandaríkjanna í Miðausturlöndum."

Samtök herstöðvarandstæðinga hafa boðað til mótmælastöðu við bandaríska sendiráðið kl. 17:30 á morgun, föstudag, til að mótmæla hernaði Ísraels.

Þarna ætla ég að vera... ...hvað með þig??

Thelma

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég mæti í mótmæli eftir bjór á Amokka!

fimmtudagur, júlí 27, 2006 6:58:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

halló didda hér hvernig er það á ekki að hrekka dýrið eitthvað áður en hún fer á þjóðhátið

föstudagur, júlí 28, 2006 7:54:00 e.h.  
Blogger Thelma litla said...

Heyrðu Didda mín, það kemur að því að stelpan fær fyrir ferðina!! Það er ekki spurning;) Ég er enn svona að velta því fyrir mér hversu nasty ég á að vera..!

laugardagur, júlí 29, 2006 10:24:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hahaha mér finnst mjög sniðugt að gera þetta þegar hún er að fara á þjóðhátið

laugardagur, júlí 29, 2006 2:04:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home