sunnudagur, júlí 30, 2006

Loftárás á Qana

Ísraelskar herflugvélar gerðu í nótt loftárás á fölbýlishús í þorpinu Qana í Suður-Líbanon. Í kjölfar árásarinnar hrundi byggingin með þeim afleiðingum að a.m.k. 54 Líbanir, sem höfðu leitað sér skjóls í kjallara hennar, létust og þar af a.m.k. 37 börn. Árásin hefur verið fordæmd um heim allan. Ísraelskir ráðamenn afsökuðu drápin með því að fólki hefði verið ráðlagt að halda frá Suður-Líbanon vegna yfirvofandi árása. Þeir hafa hins vegar ekki gefið fólki né hjálparstarfsmönnum færi á því að halda brott.

Nú hafa um 750 Líbanir látið lífið í átökunum sem eiga sér stað við landamæri Ísraels og Líbanon og eru það í flestum tilvikum almennir borgarar. 17 óbreyttir borgarar hafa látið lífið í Ísrael. Þetta eru hrein og klár þjóðarmorð!

Thelma