fimmtudagur, mars 22, 2007

Framhald...

Jáhh, haldið þið ekki að ég hafi skellt í eina skúffuköku núna rétt fyrir miðnættið, eftir að hafa orðið vitni af mínu fyrsta opinbera social suicide-i. Jújú, ég var einmitt að koma heim af fjórða og síðasta undanúrslitakvöldi Fyndnasta manns Íslands, þar sem síðasti keppandinn var hreinlega púaður niður af salnum og hent út af sviðinu eftir að hafa ítrekað reynt að segja brandara um sjálfsmorð ungabarna!! Það versta var samt að gæjinn hafði með sér handrit upp á svið og rölti inn á það keikur, með fake-standpínu... ...náði ekki alveg brandaranum þar (eða bröndurum hans yfir höfuð)..! Frábært framtak hjá Egilsstaðabúanum knáa!! Gefum honum gott klapp!!
Sá næstsíðasti var líka að austan og hann átti frekar erfitt með að kítla hláturtaugar viðstaddra. Ég tel mig stálheppna að þekkja svona fyndna og frábæra Austfirðinga, því það er greinilegt að e-ð hefur skolast til þegar húmornum var deilt þarna austureftir.
Ég tileinka ykkur hér með þessa færslu!

Carrie og Dolly jolly

Sigmar og Hrafnhildur alltaf að kela

Ógeðslega krullhærð og hress (Margrét og Sigmar líka alltaf að kela)

Annars býst ég ekki við því að læra lengi fram á nótt, þar sem þessi litli bjór (auk glataðra skemmtikrafta) gerðu pínulítið út af við mig. Helginni ætla ég að eyða í lestur í Þjórsárdalnum með fimm föngulegum kvenmönnum. Göngutúrar, heitur pottur og eldgömul kennslubók í Krónu- og brúarfræðum munu kæta mig, auk ófárra trúnóa og jafnvel "Hver hefur ALDREI" (og þú ekki viðstödd Telma). Hafið það ferlega gott um helgina lömbin mín...

...og jáhh, sonur hans Ladda vann í kvöld!

Thelma

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir fallega færslu og myndir af okkur Egilsstaðabúunum, við nottla hrúgumst í kring um þig. En líka takk fyrir að segja að við Sigmar séum alltaf að kela... ég gubbaði.
Ég mun sakna ykkar sveittu meyja alla helgina-búhúhú
Maggie-Sue

föstudagur, mars 23, 2007 9:27:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Helvítis gaurinn, vildi að hann hefði dregið upp naglabyssu og skotið sig í augað og svo heftað sama á sér punginn.. og svo á sér kjaftinn. Bara það fáránlegasta sem ég hef heyrt með sjálfsmorð ungabarna

föstudagur, mars 23, 2007 10:32:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu fyndið, ég einmitt skellti líka í skúffuköku rétt fyrir miðnætti í gær... jahérna hér... ;)

föstudagur, mars 23, 2007 2:17:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

og fyndið !!! mig langar alltaf í skúffuköku:) mmmmmm

föstudagur, mars 23, 2007 3:15:00 e.h.  
Blogger Thelma litla said...

Hahahahha þið eruð allar fallegar, hvort sem ykkur langar í skúffuköku eða óskið e-n gaur að hefta saman á sér punginn:) hahah

Ella mín, ég er alltaf að baka skúffuköku, komdu bara e-n tíman í heimsókn og fáðu þér bita!! :)

föstudagur, mars 23, 2007 4:23:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

já .. ég kem:) alveg pottþétt og borða alla!!

mánudagur, mars 26, 2007 4:45:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home