fimmtudagur, maí 24, 2007

Lítið að frétta...

...nema þá aðallega það að ég er búin að vera að kela svolítið við þennan hérna síðustu daga...


Eins og þið sjáið þá dafnar kúturinn ferlega vel og ég hreinlega sé hann lengjast og mannast á hverjum degi.

Annars er ég mætt aftur í borgina svo ég geti nú stundað vinnuna mína á morgun. Fyrsti dagurinn hjá Gísla Vill og ég er nokkuð spennt að byrja.

Allir sem heimsækja mig í sumar verða svona fallegir

Margrét mín þykist svo ætla að kíkja á mig annað kvöld - ég vona bara að hún rati á Eggertsgötuna, svo langt er síðan við hittumst eða sóttum hvor aðra heim.
Hún verður pottþétt svona hress og pottþétt með þessi gleraugu

Ætlaði að skella mér á Ísafjörð yfr helgina en sú ferð verður því miður að bíða betri tíma. Nota tímann þá bara í lestur og notalegheit og fermingarveislu á Hvanneyri á sunnudaginn.

Sæja mín, kannski ég hitti þig aðeins þar..?
Uuu og annað til þín Sæja pæja. Ekki varst það þú sem kveiktir næstum því í Grundartanga nú í vikunni? Eða varst það kannski þú sem afstýrðir brunanum mikla?

Nú er komið nóg,

Thelma

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég mæti, stefnum á að leggja af stað héðan um tvö. Hugsa samt að ég verði ekki með gleraugun, ég gaf Kollu þau enda mjöööög flott gleraugu.
Annars er hann voðalega sætur hann litli prins, sætur eins og frænka sín. Hlakka til að hitta þig tútta mín:) Margrét

fimmtudagur, maí 24, 2007 11:40:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Thelma mín !

Til hamingju með að vera búin í prófum og með að vera orðin föðursystir. Hann er algjört krútt sá litli/stóri....... hafðu það ætíð sem allra best, þú manst að ég á nú "svolítið" í þér eftir allt.

Kossar og knús
Jósý

föstudagur, maí 25, 2007 7:23:00 f.h.  
Blogger Sæja said...

Já aldrei að vita nema við hittumst eitthvað.
Hehehe það var ekki svo gott að ég hafi staðið fyrir þessum látum á Grundartanga enda myndi þetta aldrei gerast á minni vakt.

laugardagur, maí 26, 2007 11:51:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home