fimmtudagur, maí 10, 2007

Nú er Thelma litla...

...ekki lengur minnsti fjölskyldumeðlimurinn því lítill prins bættist í hópinn í gær.


Fæðingin gekk vel og nýbökuðum foreldrum og barni heilsast prýðilega. Við renndum úteftir á Akranes til að líta gripinn augum, rétt þremur klukkutímum eftir að hann kom í heiminn og hann svaf sem værast og leyfði okkur að strjúka sig, halda á sér og taka myndir eins og hann hefði ekkert annað gert um ævina (sem var nú kannski einmitt málið). Karl faðir minn spurði mig nú hvort ég færi ekki bara af stað í barnaeldi í kjölfarið og gaf lítið fyrir þau svör mín, að kannski væri hentugt að finna góðan mann fyrst. “Er það ekki bara óþarfi, Thelma mín?” Þannig að nú er bara mál að hefjast handa, fyrst pabbi er búinn að gefa grænt ljós á þetta allt saman. Það þýðir hreinlega ekkert annað.

Ég get hreinlega ekki beðið eftir að fá litlu fallegu fjölskylduna heim og er ennþá spenntari að klára prófin svo ég geti dúllast með þeim alla daga, frá morgni til kvölds.

Thelma

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju Thelma mín! Vúhú ég hlakka til þegar þú ferð að hrúga niður litlum Thelmum- þær verða án efa mestu krúttsprengjur í heimi:) Margrét

fimmtudagur, maí 10, 2007 1:19:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hei til hamingju elsku Thelma mín og fjölskylda, ekkert smá gaman að sjá svona skemmtilegar fréttir ;-)

fimmtudagur, maí 10, 2007 1:40:00 e.h.  
Blogger Sæja said...

Innilega til hamingju með litla frænda Thelma mín. Þú átt eftir að verða góð "föða" aka föðursystir.

fimmtudagur, maí 10, 2007 11:59:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Frábærar fréttir, til hamingju og skilaðu hamingjuóskum til Edda og Dagnýju frá mér!

gangi þér svo vel á lokasprettinum með að læra

seeya

föstudagur, maí 11, 2007 10:16:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home