sunnudagur, maí 06, 2007

Shift...

Áðan drap ég á bílnum mínum á ljósum á Miklubrautinni...
...sem betur fer var ég með sólgleraugu sem huldu nær allt andlit mitt!

Ég held að ég reyni að útvega mér svona fyrir heimferðina á morgun, ef ske kynni að ég dræpi aftur á'onum.

Tjékkið á verðinu á þeim, ekki nema skitinn tuttuguogeittþúsundkall...

Annars las ég eitt svakalegt í DjéVaff í morgun! Haldið ekki að Snooze dúettinn sé hættur og Binni strípa búinn að hefja sólóferil! Juhh minn góður! Ég er hreinlega ekki að höndla þetta! Og það sem meira er, þá er artistanafnið hans Dj BMW, jebb, dídjeií bjéemmvaff! Ég bíð æst og spennt eftir debut-albúminu hans bjéemmvaffs, já það getið þið sko bókað!

Thelma

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þessi lög hefðu sprengt hvaða samband sem er......eru þau kannski ennþá saman?

En já, þetta nafn er auðvitað bara í stíl við allt annað. Þegar ég fór samt að spá í það þá heitir spaðinn Brynjar Már og er held ég Valdimarsson......þá meikar bmw sence. Samt aulahrollslega kjánalegt.

þriðjudagur, maí 08, 2007 5:22:00 e.h.  
Blogger Thelma litla said...

Jeee, hann er auðvitað með þetta á tæru karlinn! Það er ekki að spyrja að því...
Enda syngur hann bara:
Förum alla leið, förum alla leiheið! Jáááá, vúíahh!
En ég er greinilega ekki alveg með slúddarann á hreinu, held ég verði að tjékka á því hvort þau séu búin að slútt'essu, hvort lögin hafi bókstaflega sprengt sambandið:) hehe

þriðjudagur, maí 08, 2007 7:37:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home