Draumfarir

Það er greinilegt að prófdagurinn er farinn að nálgast. Það sem helst gefur til kynna spennustig mitt þessa dagana, eru sjúkir draumar... Svo sjúkir að ég vil helst ekki segja frá þeim hér. Reyndar eru líka nokkir sem eru ferlega saklausir, eða þannig... ...til dæmis hafa flestir sem eru mér nánir eignast dreng eða eru að gifta sig, oftar en ekki er ég stödd í e-s konar Manga-veröld þar sem ég berst við hinar ýmsu ófreskjur eða þá að mig dreymir að ég sé að sofa yfir mig í blessaða prófinu. Svo á ég mér líka yndislega dagdrauma... ...yfirleitt innihalda þeir þá sól, sumar, sand og sólhlífarkokteila...
Um að gera að láta sig dreyma svolítið!
Thelma
6 Comments:
jamm stressið er að koma yfir mann hægt og rólega... en við eigum eftir að massa þetta próf það held (vona) ég :S
gangi þér vel snúður
Gangi þér vel elskan mín ;-)
Gangi þér vel elzkan...
Gangi þér vel sæta :)
Þú rúllar þessu upp skvísa:) gangi þér vel og ég hugsa til þín og sendi strauma, kv Ásta Árnad.
Þakka ykkur kærlega fyrir þetta ljúfurnar...
Og Steina, við mössum þetta og það er eins gott!! :)
Skrifa ummæli
<< Home