miðvikudagur, september 06, 2006

Búlgaría, HH og skóli


Sex af okkur átta að skála í kokteil
Skellti mér aðeins óvænt til Búlgaríu í viku. Ég og Telma stukkum á ferð og komum stelpunum okkar svo sannarlega á óvart. Mikil geðshræring braust út þegar við mættum á Barbados, grátur, öskur, hlátur, gleði og faðmlög urðu til þess að minnstu munaði að okkur yrði hent út af staðnum... ...nei reyndar kannski ekki alveg en starfsfólkið horfði agndofa á sjóvið í það minnsta. Vikan leið svo ferlega hratt í kósýheitunum hjá okkur og við eigum eflaust eftir að ilja okkur við það að rifja upp hin skondnustu atvik hvað eftir annað í vetrarkuldanum.

Annars gekk Haus&háls prófið framar öllum vonum hjá mér og skólinn kominn á fullt með alginatsteypingum og mátunum. Hef góða tilfinningu fyrir komandi vetri og öllu því sem hann mun hafa upp á að bjóða.

Endilega kíkkið í kaffi á Eggertsgötuna við tækifæri lömbin mín...

Thelma

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Frábært..til hamingju með prófið! Takk enn og aftur fyrir snilldarferð...hringi bráðum í þig og fæ að heyar allt það sem ég missti af síðustu tvo dagana. Myndirnar mínar eru svo á leiðinni með póstinum til Önnu á disk .

miðvikudagur, september 06, 2006 7:34:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

já til hamingju Thelma...hélt í smá stund að færslan fjallaði að hluta um mig ;0P
kv.
HH

fimmtudagur, september 14, 2006 5:57:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home