þriðjudagur, júní 05, 2007

Aldrei hefði ég trúað því...

...að ég yrði e-n daginn svona dugleg í strætó!


Stelpan tekur þann gula á hverjum degi eins og ekkert sé og hefur enn ekki þurft að rúnta borgarhluta á milli vegna mistaka í leiðavali.
Annars er ég bara að koma lífinu á réttan kjöl eftir prófatíðina góðu. Tekur alltaf smávegis tíma að púsla sér saman eftir tarnirnar. Læra að hafa samskipti við fólk upp á nýtt og svona... ...róleg á dramatíkinni:) Geri mitt besta í rækjubindingum og öðrum skemmtilegheitum á tannréttingarstofunni á Laugaveginum. Held að ég sé bara að komast upp á lag með ýmislegt, þó að af nógu sé að taka og nóg eftir að læra. Skemmtilegt og mikil tilbreyting að þurfa allt í einu að díla við fólk á hverjum degi, í stað þess að bora í dummies og gera heilgóma á módel sem hvorki segja af né á. Fínt að fá smávegis æfingu áður en manni verður dembt inn á klíníkina í haust.
Það versta er þó að vera ekki í Borgarnesi, hjá litlu fjölskyldunni og knúsa frændann. Ég og Hrönn gerðum samt sem áður heiðarlega tilraun til að komast í sveitina á laugardaginn. Sú ferð endaði þó snögglega á Bónusplaninu í Mosfellsbæ, því vatnstankurinn eyðilagðist og við þurftum að snúa aftur í miðborgina með hangandi haus. Gott að við höfðum planað smávegis skemmtilegheit það laugardagskvöldið.
Er alveg himinlifandi með sumarið, sem fer bara ágætlega af stað. Veðrið mætti þó vera örlítið notalegra en ég get alveg beðið aðeins lengur.
Hafið það gott,
Thelma

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

takk fyrir fjöruga helgi...:) græni kagginn er kominn í lag og þá er bara að plana töku 2!! hvað segiru um það??

þriðjudagur, júní 05, 2007 11:47:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

elsku thelma mín, ég er nú farin að sakna þín mikið núna:) mig langar að fara að hitta þig!!! Og hvað þá litla sætasta frændann þinn:) verð að kíkja með þér á dagnýju og snúllann:)

miðvikudagur, júní 06, 2007 10:11:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

drama.. shit hvað það er óþarfi!

laugardagur, júní 09, 2007 11:17:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sumarið er svo fallegt. Gott að þið Hrönn getið orðið ykkur úti um ævitýri þó veðrið sé ekki upp á marga fiska. Ég gleymdi samt að færa þér typpalinginn.. vúbbs!

mánudagur, júní 11, 2007 3:04:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

gott ad heyra ad allt gengur vel hjá thér :) strætóinn er sko ekki alslæmur hehe kv. HH baun

þriðjudagur, júní 12, 2007 5:20:00 e.h.  
Blogger Unknown said...

www0727



nike air jordan
air max 90
nike air max 90
asics shoes
saics running shoes
basketball shoes
cheap basketball shoes
basket nike femme
basket nike
bottega veneta




föstudagur, júlí 27, 2018 6:21:00 f.h.  
Blogger Unknown said...

adidas shoes
ugg boots
coach outlet online
pandora
mlb jerseys
canada goose outlet
maillot football pas cher
off white shoes
ralph lauren outlet
pandora charms
0823wrwdsa

fimmtudagur, ágúst 23, 2018 5:57:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home