...að ég yrði e-n daginn svona dugleg í strætó!

Stelpan tekur þann gula á hverjum degi eins og ekkert sé og hefur enn ekki þurft að rúnta borgarhluta á milli vegna mistaka í leiðavali.
Annars er ég bara að koma lífinu á réttan kjöl eftir prófatíðina góðu. Tekur alltaf smávegis tíma að púsla sér saman eftir tarnirnar. Læra að hafa samskipti við fólk upp á nýtt og svona... ...róleg á dramatíkinni:) Geri mitt besta í rækjubindingum og öðrum skemmtilegheitum á tannréttingarstofunni á Laugaveginum. Held að ég sé bara að komast upp á lag með ýmislegt, þó að af nógu sé að taka og nóg eftir að læra. Skemmtilegt og mikil tilbreyting að þurfa allt í einu að díla við fólk á hverjum degi, í stað þess að bora í dummies og gera heilgóma á módel sem hvorki segja af né á. Fínt að fá smávegis æfingu áður en manni verður dembt inn á klíníkina í haust.
Það versta er þó að vera ekki í Borgarnesi, hjá litlu fjölskyldunni og knúsa frændann. Ég og Hrönn gerðum samt sem áður heiðarlega tilraun til að komast í sveitina á laugardaginn. Sú ferð endaði þó snögglega á Bónusplaninu í Mosfellsbæ, því vatnstankurinn eyðilagðist og við þurftum að snúa aftur í miðborgina með hangandi haus. Gott að við höfðum planað smávegis skemmtilegheit það laugardagskvöldið.
Er alveg himinlifandi með sumarið, sem fer bara ágætlega af stað. Veðrið mætti þó vera örlítið notalegra en ég get alveg beðið aðeins lengur.
Hafið það gott,
Thelma