föstudagur, mars 30, 2007

Elín Anna mín...

...nennirðu nokkuð að hringja í mig?
Það er nú meira hvað við eigum erfitt með að ná á hvor aðra..!

Thelma

þriðjudagur, mars 27, 2007

Fuglasöngur

Ohh, það er svo notalegt að vakna upp við fagran fuglasöng á vorin. Það er yndislegt!!

Fór annars í sumarbústað um helgina, hvar vorið var ekki alveg skollið á (reyndar við það að bresta á). Mættum galvaskar og hressar, verulega illa pakkaðar og skóaðar, með mat ofan í heilt bæjarfélag, tölvur, bækur, áfengi, pictionary, kubb og skúffuköku, lengst inn í Þjórsárdal, þar sem við höfðum ákveðið að eyða helginni. Héldum að við værum að villast og bönkuðum uppá hjá bónda nokkrum, sem var að ljúka kvöldverkunum í fjósinu (og bóndakonan reyndar að ljúka kvöldverkum sínum á öðrum stað). Hann glotti eflaust út í bæði þegar hann sá bílkostinn og sagði okkur að við yrðum að rölta þessa leið í bústaðinn. Var svo ljúfur að lána okkur snjóþotudisk til þess að draga farangurinn (mjög lítinn hluta hans reyndar) eins og heimskautaförum einum er lagið. Við hörkuðum í okkur kjark, Anna batt fjöltengið sitt í þotuna og ferðalangarnir klæddu sig í allar tiltækar flíkur, hlóðu á sig þessum magnaða farangri og héldu af stað út í óvissuna. Þarna var farið að hríða nokkuð kröfuglega. Leiðin var greið í fyrstu en eftir að við komumst í gegnum fyrsta hlið þá fór nú róðurinn heldur að þyngjast og snjórinn dýpkaði nokkuð. Veðrið varð hins vegar unaðslegt. Norðurljósin, stjörnurnar og tunglið lýstu okkur leið og rómantíkin varð algjör. Þarna skröltum við fimm, upp brekkur og yfir tún, í gegnum skóginn í hnédjúpum snjónum (náði mér reyndar upp í klof) að það er virtist endalausa leið. Gleðin var ólýsanleg þegar Særún fann loksins bústaðinn góða og þá var ekkert annað en að gefa í, opna bjór, búa um og skella sér svo í heitan pott.
Helgin einkenndist svo af áti, lærdómi, afslöppun, spjalli, meira áti og heitapottsunaði og leiðin í bílinn aftur var mun styttri en við höfðum gert okkur grein fyrir. Þá hafði snjórinn reyndar hopað og við máttum vaða polla og drullu alla leið. Sem var líka ferlega næs eins og flest ef ekki allt þessa helgi.

Ætla að fara að sofa núna svo ég geti notið fuglasöngsins í fyrramálið...

Thelma

fimmtudagur, mars 22, 2007

Framhald...

Jáhh, haldið þið ekki að ég hafi skellt í eina skúffuköku núna rétt fyrir miðnættið, eftir að hafa orðið vitni af mínu fyrsta opinbera social suicide-i. Jújú, ég var einmitt að koma heim af fjórða og síðasta undanúrslitakvöldi Fyndnasta manns Íslands, þar sem síðasti keppandinn var hreinlega púaður niður af salnum og hent út af sviðinu eftir að hafa ítrekað reynt að segja brandara um sjálfsmorð ungabarna!! Það versta var samt að gæjinn hafði með sér handrit upp á svið og rölti inn á það keikur, með fake-standpínu... ...náði ekki alveg brandaranum þar (eða bröndurum hans yfir höfuð)..! Frábært framtak hjá Egilsstaðabúanum knáa!! Gefum honum gott klapp!!
Sá næstsíðasti var líka að austan og hann átti frekar erfitt með að kítla hláturtaugar viðstaddra. Ég tel mig stálheppna að þekkja svona fyndna og frábæra Austfirðinga, því það er greinilegt að e-ð hefur skolast til þegar húmornum var deilt þarna austureftir.
Ég tileinka ykkur hér með þessa færslu!

Carrie og Dolly jolly

Sigmar og Hrafnhildur alltaf að kela

Ógeðslega krullhærð og hress (Margrét og Sigmar líka alltaf að kela)

Annars býst ég ekki við því að læra lengi fram á nótt, þar sem þessi litli bjór (auk glataðra skemmtikrafta) gerðu pínulítið út af við mig. Helginni ætla ég að eyða í lestur í Þjórsárdalnum með fimm föngulegum kvenmönnum. Göngutúrar, heitur pottur og eldgömul kennslubók í Krónu- og brúarfræðum munu kæta mig, auk ófárra trúnóa og jafnvel "Hver hefur ALDREI" (og þú ekki viðstödd Telma). Hafið það ferlega gott um helgina lömbin mín...

...og jáhh, sonur hans Ladda vann í kvöld!

Thelma

Hafið þið upplifað það...

...að nenna ekki að fara að sofa og rembast við að læra, til þess að forðast það að þurfa að fara að sofa??
Jamm, þetta er akkúrat það sem ég hef verið að bralla síðustu tvö/tvær kvöld/nætur!


Það er ekki öll vitleysan eins, haaaa...
Thelma

þriðjudagur, mars 20, 2007

Búin...

...að skila Skattframtalinu!

Síðasti skiladagur er á morgun, börnin mín.

Thelma

sunnudagur, mars 18, 2007

Ég elska nágranna minn!!

Mikið sem ég elska og dýrka og dái nágranna minn. Hann/hún á hvorki meira né minna en 31,73 GB af gvöðdómlegri tónlist en það gera um 5600 lög, sem ég get hlustað á í tæpa 18 sólarhringa, takk fyrir takk. Því miður veit ég ekki hver á í hlut en það skiptir ekki öllu máli. Ef ég verð veik af forvitni þá eru nú ekki margar hurðirnar sem ég þarf að ganga á.

Uuu, stjörnuspáin mín í dag var líka frekar fyndin: Ást fer aldrei til spillis. Vel má vera að þú hellir henni í einhverja átt sem ekkert kemur tilbaka úr, en þá kemur hún bara úr annari átt. Og ef þetta er sönn ást, þá skiptir ekki máli þótt hún sé ekki endurgoldin strax.

Og já eitt í enn, Skallagrímsmenn tryggðu sér oddaleik í 8-liða úrslitum í kvöld á útivelli. Kannski ég kíki á leikinn í Borgarnesi á þriðjudaginn...

Thelma

fimmtudagur, mars 15, 2007

Sjitt...



...hvað við erum ógeðslega tanaðar Soffía! Verðum að farað kaupa okkur bleaching-lotion og flytja inn í helli svo sólin haldi ekki áfram að steikja líkama okkar...
DJÓK!!

Vill e-r borða með mér sushi um helgina?

Thelma

þriðjudagur, mars 13, 2007

Gerast menn nokkuð mikið svalari??

Tjékkið á þessu...

Thelma

mánudagur, mars 12, 2007

En ég hélt ég væri skyggn...

Fólk heldur að þú sért skyggn, en í raun ertu bara eftirtektarsamur. Þú kannt svo sannarlega að lesa á milli línanna. Með því að taka allt þetta aukalega í burtu kemstu að kjarna skilaboðanna sem fólk er að senda þér.

Thelma

fimmtudagur, mars 08, 2007

Súr vika, ekki slæm þó...

Verð hreinlega bara að minnast aftur á söngleikinn Leg, sem sýndur er í Þjóðleikhúsinu. Djöfull sem við mættum sveittar á sýninguna eftir spretthlaup niðureftir og djöfull sem við snérum sveittar af henni eftir hlátur, grátur, fruss og afveltur...

Í gær kom Þóra Sif mín í heimsókn. Hún var algjörlega ósjálfbjarga á tölvuna mína, þurfti ítrekað að biðja mig um að hjálpa sér að færa skjáörina og gafst loks upp á gripnum. Stuttu seinna vall upp úr "tölvusnillingnum" Þóru, að eflaust þyrfti ég barað dífragmenta tölvuna mína...
Haaaaa?? Hvað??

Blindi maðurinn var svolítið fyndinn...

Ég fékk skemmtilega setningu beint í fésið í kvöld frá ungum manni, sem ég þekki ekki svo vel:
"Neihh, takk fyrir síðast! Við vorum næstum farin heim saman!"
...og þá var hann rokinn og ég man ekki!

Ég held ég sé pínulítið berdreymin...

Já og hei, mæli með að þið stökkvið út á leigu og náið ykkur í Shopgirl (eða klessist í sófann ykkar og plöggið Skjáinn). Vandræðalegasta mynd sem ég hef séð lengi og það er svo fyndið að vera vandræðalegur. Mér finnst gaman að vera vandræðaleg!

Jebb, ég get ekki annað en beðið helgarinnar með mikilli eftirvæntingu. Þá ætlar meirað segja Margrét að dansa (já og takk fyrir carrot cake og ham[mer]-time í dag Mardí, þú ert öll að verða villt aftur)!!

Thelma

miðvikudagur, mars 07, 2007

Leg - söngleikur


...var algjörlega stórkostleg sýning...


...þið verðið öll að sjá hana!!
Margrét, Telma og Sæja, haldið ekki að Hugleikur okkar sé búinn að búa til MySpace fyrir hverja eina og einustu sögupersónu söngleiksins!!
Tjékkitt!!
Svo reyndi ég að uppfæra tenglalistann eftir bestu getu. Allar ábendingar um viðbætur eða vitlaus heimilsiföng eru vel þegnar!
Thelma

sunnudagur, mars 04, 2007

Falleg stund á fallegum degi

Óóó, svo falleg stund þegar við Telma komum stelpunum í Búlgaríu á óvart með því að mæta á svæðið!!

Thelma

fimmtudagur, mars 01, 2007

Jáhh allur er varinn góður

Thelma