fimmtudagur, september 28, 2006

Everyone is a star...


Hvernig lýst ykkur á að fara upp í Öskjuhlíð og horfa á stjörnurnar í kvöld elskurnar? Ef e-r á útvarp sem við getum tekið með okkur þá væri það ekki verra... ...annars er það bara eitt vasaútvarp á haus, eða kannski bara gamli góði WalkMan, ef e-r hefur yfir svoleiðis græju að ráða. Af hverju eru ekki iPodar með útvarpi?? :s
Komplexar nútímans...

Annars verður hópferð í Háskólabíó á Börn, klukkan tíumínúturísex síðdegis... Hverjir ætla þangað?

Thelma

miðvikudagur, september 27, 2006

Nýtt uppáhalds...

Ég er búin að finna mér glænýtt uppáhaldslag!
Það er megastemmingslag sem fær að hljóma á iTunesinu eða í iPodnum mínum daginn út og daginn inn.
Ég held að þið verðið að tjékka aðeins pínulítið á því, hahh..!

Thelma

þriðjudagur, september 26, 2006

Látum ekki bugast...


Láttu ekki mótlætið buga þig, heldur brýna,
birtuna má aldrei vanta í sálu þína.
Ef hart ertu leikinn, svo þú átt í vök að verjast,
vert’ekki dapur, njóttu þess heldur að berjast!
Ómar Ragnarsson
Thelma

föstudagur, september 22, 2006

FöstudagsMARU


Takk fyrir notalega kvöldstund Anna, Margrét og Telma...

Thelma

fimmtudagur, september 21, 2006

Ohh, svo gaman...


Thelma

þriðjudagur, september 19, 2006

Nú leggjumst við á eitt...


Og hugsum fallega til hennar Særúnar okkar.

Thelma

mánudagur, september 18, 2006

Hmmm...

Thelma

fimmtudagur, september 14, 2006

En ógeðslega fyndið


Rakst á þessa frétt á forsíðu Fréttablaðsins í dag og gat ekki annað en deilt henni með ykkur.

Kærustur og eiginkonur glæpamanna í borginni Pereira í Kólumbíu hafa nú uppi mótmæli sem kallast "verkfall hinna krosslögðu leggja". Konur neita mökum sínum um kynlíf, nema þeir sveigi út af glæpabrautinni.

Ferlega er þetta hressandi svona að morgni dags.

Thelma

miðvikudagur, september 06, 2006

Búlgaría, HH og skóli


Sex af okkur átta að skála í kokteil
Skellti mér aðeins óvænt til Búlgaríu í viku. Ég og Telma stukkum á ferð og komum stelpunum okkar svo sannarlega á óvart. Mikil geðshræring braust út þegar við mættum á Barbados, grátur, öskur, hlátur, gleði og faðmlög urðu til þess að minnstu munaði að okkur yrði hent út af staðnum... ...nei reyndar kannski ekki alveg en starfsfólkið horfði agndofa á sjóvið í það minnsta. Vikan leið svo ferlega hratt í kósýheitunum hjá okkur og við eigum eflaust eftir að ilja okkur við það að rifja upp hin skondnustu atvik hvað eftir annað í vetrarkuldanum.

Annars gekk Haus&háls prófið framar öllum vonum hjá mér og skólinn kominn á fullt með alginatsteypingum og mátunum. Hef góða tilfinningu fyrir komandi vetri og öllu því sem hann mun hafa upp á að bjóða.

Endilega kíkkið í kaffi á Eggertsgötuna við tækifæri lömbin mín...

Thelma