þriðjudagur, janúar 30, 2007

Hvurnig í andsk...


Já, nú er mér nær allri lokið.
Svo virðist sem góðvinkona mín, sem ég kýs að kalla Ungfrú X, sé nálægt því að missa vitið. Kannski ekki allt vitið, en e-ð er fari að grynnka á hyggjuviti hennar. Með hverjum deginum líkist hún meira og meira fjöldaframleiddri Barbie-dúkku með ljósa lokka og stinnan líkama, sem jafnframt verður nokkuð vel tanaður innan skamms, og hún er svoleiðis búin að hella sér í poppkúltúr Reykjavíkurborgar og sést þar af leiðandi á ótrúlegustu dansstöðum um helgar, svo og á populismasíðum veraldarvefsins.

Hvað ætli valdi þessum straumhvörfum í lífi Ungfrúr X??
Jáhh, hafið þið e-r svör við því lesendur góðir?

Thelma

fimmtudagur, janúar 25, 2007

Afmæli Særúnar


Þessi líka bráðhuggulega, helmassaða og súkkulaðibrúna dama hefur nú fyllt árin 24 og í tilefni þess vildi ég óska henni innilega til hamingju með þann árangur.




Þess má geta að risabjórinn kláraði stelpan í einum teig, enda ekki þekkt fyrir neitt annað en að vera hörkukvendi og lætur sko ekki segja sér hlutina oftar en einu sinni.

Megir þú vel lifa og lengi.

Húrahh, húrahh, húrahh, húrahh!!

Thelma

Priceless


Thelma

mánudagur, janúar 22, 2007

Stjörnuspá dagins


Það sem maður gerir í heiminum skiptir máli, ekki það sem maður tekur sér fyrir hendur á jógamottunni í bænum eða hugleiðslu. Hins vegar hjálpar íhugun manni að taka réttar ákvarðanir.

Thelma

mánudagur, janúar 15, 2007

Sumar

Já það er ekki seinna vænna en að fara að koma sér í svolítið sumarskap. Ég er allavegana orðin verulega spennt fyrir komandi sumri, með öllum sínum blíðviðrisdögum og skemmtilegheitum.

Ég vona líka að Jó mín láti sjá sig á landinu á Typpi 2007 og það væri nú ekki leiðinlegt ef Bellan og Gudda from Oz myndu kíkka við í leiðinni. Svo verður ekki ónýtt að hanga með gettóblasterinn á Austurvelli og spila Kubb á Miklatúni og eiga rómantíska göngutúra við sólsetur á Ægissíðunni. Ég stóla á að Margrét efni gefið loforð og bjóði okkur í óvissuferð til sinna heimahaga og ekki þætti mér leiðinlegt að trítla upp á nokkur fjöll.

Hvert eigum við að fara i Road-trip, stelpur?

Nú, ef að veðurguðirnir bregðast okkur, þá er aldrei að vita nema við gerumst villtar og skellum okkur út fyrir landssteinana og gerum einhvern brjálaðan skandal, eins og okkur einum er lagið.

Já, látið ykkur ekki bregða þó að þið náið mér á sandölum og ermalausum bol nú á næstu dögum. Ég er bara rétt að hita upp fyrir sumarið.

Thelma

föstudagur, janúar 12, 2007

Afmæli Margrétar


Í dag á hin kynþokkafulla vinkona mín Margrét afmæli. Þessi seiðandi augu svíkja og láta engan ósnortinn.

Margrét, innilega til lukku með árin 24!

Knus
Thelma

miðvikudagur, janúar 03, 2007

LÝSI


Í dag keypti ég mér lýsi, því það er svo hollt og gott. Ég hef barasta ekki átt lýsi (hvað þá tekið það inn) í háa herrans tíð og fannst nú aleilis kominn tími til að snúa við blaðinu og verða hraust eins og víkingur.

Thelma

þriðjudagur, janúar 02, 2007

Og á morgun...

...ætla ég að mæta í borgina aftur.

Hvern langar að leika :)

Thelma