sunnudagur, júlí 30, 2006

Loftárás á Qana

Ísraelskar herflugvélar gerðu í nótt loftárás á fölbýlishús í þorpinu Qana í Suður-Líbanon. Í kjölfar árásarinnar hrundi byggingin með þeim afleiðingum að a.m.k. 54 Líbanir, sem höfðu leitað sér skjóls í kjallara hennar, létust og þar af a.m.k. 37 börn. Árásin hefur verið fordæmd um heim allan. Ísraelskir ráðamenn afsökuðu drápin með því að fólki hefði verið ráðlagt að halda frá Suður-Líbanon vegna yfirvofandi árása. Þeir hafa hins vegar ekki gefið fólki né hjálparstarfsmönnum færi á því að halda brott.

Nú hafa um 750 Líbanir látið lífið í átökunum sem eiga sér stað við landamæri Ísraels og Líbanon og eru það í flestum tilvikum almennir borgarar. 17 óbreyttir borgarar hafa látið lífið í Ísrael. Þetta eru hrein og klár þjóðarmorð!

Thelma

Sigurrós á Klambratúni


Sigurrós á Klambratúni í kvöld. Ekki spurning um að mæta þangað.

Thelma

fimmtudagur, júlí 27, 2006

Fjöldamorð Ísraela í Líbanon


Undanfarið rétt rúmt ár hafa Líbanir staðið í ströngu við að koma efnahagslífi landsins í réttan farveg og sjálfstæði þess á fót, eftir áratuga langar styrjaldir sem geysað hafa innan landamæra Líbanons. Margir innfæddir muna lítið annað en stríð og hatur, því það var í raun ekki fyrr en 26. apríl 2005, sem síðustu hermennirnir frá Sýrlandi tóku vopn sín og yfirgáfu landið. Ísraelsmönnum og bandamönnum þeirra hefur nú tekist að slökkva alla von í brjósti Líbana með blóðugum morðum á saklausum borgurum, þar á meðal börnum og gamalmennum, og þeir hafa einnig hreinlega lagt suðurhluta Líbanon í rúst. Ísraelar láta sér það ekki nægja, að myrða á hrottafengin hátt innfædda, heldur hafa þeir með aðgerðum sínum reynt að koma í veg fyrir að hjálparstarf gangi fyrir sig, flóttamannabúðir eru vettvangur sprenginga og fjöldamorða og þar að auki hafa Ísraelsmenn jafnvel myrt hjálparstarfsmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Samtök herstöðvarandstæðinga hafa sent frá sér ályktun þar sem skorað er á ríkisstjórn Íslands að fordæma mannréttindabrot Ísraels í Líbanon og að beita sér fyrir því að þau verði stöðvuð tafarlaust. Bandaríkjastjórn hefur komið í veg fyrir að fjölþjóðleg ráðstefna í Róm krefjist þess að vopnahlé sé komið á í Líbanon og bæði Bretar og Þjóðverjar hafa staðið í vegi fyrir því að Evrópusambandið beiti sér í því máli. Þennan heigulshátt stórveldanna túlkar svo Ehud Olmert, núverandi forsætisráðherra Ísraels, þannig að heimsbyggðin standi að baki honum og þjóð hans, sem hyggst bæta ófögnuðinn um betur með viðamikilli herkvaðningu í heimalandinu og auknum sprengingum innan líbönsku landamæranna.

"Þegar stórveldin bregðast verða smáríkin að sýna ábyrgð. Íslenska ríkisstjórnin verður að hætta að tala um rétt Ísraels til að verja sig, við erum að tala um fjöldamorð, eyðileggingu, mannréttinabrot og stríðsglæpi!" segir í ályktun Samtaka herstöðvarandstæðinga.

Svo ég vitni nú að lokum í Jón Orm Halldórsson sem skrifaði í miðvikudagsblað Fréttablaðsins,

"Það eru auðvitað Bandaríkin en ekki við sem ráðum þessu. Þau leggjast gegn vopnahléi svo morðin halda áfram. En við ættum að fylgjast með. Við kusum menn sem kusu að fórna okkar merkustu hefð til að styðja stefnu Bandaríkjanna í Miðausturlöndum."

Samtök herstöðvarandstæðinga hafa boðað til mótmælastöðu við bandaríska sendiráðið kl. 17:30 á morgun, föstudag, til að mótmæla hernaði Ísraels.

Þarna ætla ég að vera... ...hvað með þig??

Thelma

sunnudagur, júlí 23, 2006

Typpi 2006

Í stað þess að útlista hvert einasta smáatriði ferðarinnar hef ég ákveðið að veita þess í stað viðurkenningar fyrir góða frammistöðu eins og vert er að gera á hátíðum sem þessari. Nákvæmar lýsingar getið þið lesið á heimasíðum Sjöfrækinna og Frú Sigríðar ef þið hafið áhuga.

Bíltyppi 2006
Polo-arnir skipta þessum titli bróðurlega á milli sín, enda ekki hægt að gera upp á milli þeirra.

Skipulagstyppi 2006
Að sálfsögðu Anna Friðrika, sem tók með sér Swiss-Army-Knife svo e-ð sé nefnt.

Vonbrigðatyppi 2006
Tvíklofið; annars vegar til Önnu sem gleymdi tómatsósunni og hins vegar til Siggu sem gleymdi tvíbreiðu vindsænginni sinni heima. (Vindsæng Thelmu kom líka sterkt inn því loftið í henni dugði skammt!! PASSIÐ YKKUR á Rúmfatalagernum!!)

Grilltyppi 2006
Klárlega Anna Friðrika. Það snerti engin önnur okkar grillið.

Danstyppi 2006
Jóhanna sem sýndi mjög svo eggjandi og erótíska takta í gegnum kvöldið og nóttina.

Bjartsýnistyppi 2006
Thelma og Jóhanna, fyrir að pumpa upp tvíbreiða vindsæng og troða henni svo inn í tjald með herkjum.

Kripplingstyppi 2006
Sigga Fanney sem missti skyndilega annan handlegginn við öxl.

Söngtyppi 2006
Blindfullir nágrannar okkar (sem voru í fjölskylduferð).

Kubbtyppi 2006
Jóhanna, fyrir að vera í báðum sigurliðunum.

Sjöutyppi 2006
Klárlega ekki Særún sem var fáránlega léleg í leiknum.

Drykkjutyppi 2006
Anna Friðrika fyrir að ýta undir drykku útlaganna.

Loðtyppi 2006
Jóhanna og Thelma með mustache.

Sýgaunatyppi 2006
Thelma með skuplu og oversized sunglasses.

Þýskaratyppi 2006
Allur hópurinn fyrir góða viðleytni og fyrir það að reyna.

Roðatyppi 2006
Hérna eru önnur verðlaunin sem allur hópurinn hlýtur. Ekki hægt að skera úr um hver er best að þeim komin.

Skeiðartyppi 2006
Þriðju verðlaunin sem allir áttu svo sannarlega skilið. Þessi verðlaun eru veitt fyrir ómótstæðilegt fimm kvenna spoon í þriggja manna taldi um nóttina.

Gulltyppi 2006
Engin önnur er Særún; hún veit af hverju! Verst að við hinar gátum því miður ekki veitt henni eina einustu keppni.

Held að ég láti þetta duga í bili. Eflaust hef ég gleymt e-m málaflokkum en þeim verður þá bætt við, ásamt myndum hið snarasta.

Thelma

laugardagur, júlí 22, 2006


Við stelpurnar erum að fara í einnar nætur útileigu e-t austur fyrir fjall! Ætli við skellum okkur ekki bara í Þrastarskóg, þar er eflaust gott að vera. Erum svona að vinna í því að hlaða bílana, redda okkur einu tjaldi í viðbót og svo verður brunað úr Borg uppúr hálfsjö býst ég við. E-ð virðist hafa hellst úr lestinni, mikil veikindi og sjúkrahúslegur valda því. Svo eru líka e-r að vinna eða bara hreinlega að lesa fyrir próf og enn aðrir ekki í réttum landshluta...
...en þannig er það bara. Við dönsum þá bara fáar saman en fáklæddar engu að síður.
Endilega kíkið við ef þið eigið leið hjá.

Thelma

föstudagur, júlí 21, 2006

Alltaf gott að breyta til...

Það er eins og með bækurnar...
Ég er ekki mikið fyrir það að lesa bækur sem eru á allra vörum, heldur bíð ég í eitt til tvö ár, eða þangað til að þær eru dottnar úr umræðunni, helst til þess að geta lesið þær í friði, myndað mér mína eigin skoðun um innihald þeirra og notið þeirra á minn hátt. Þess vegna ákvað ég líka að fá mér nýja síðu núna, því svo virðist sem gamla síðan mín sé að syngja sitt síðasta... Tekur mig heillangan tíma að pósta einn pistil og ég get ekki lengur sett myndir inn á síðuna. Það hefur verið ferlega vinsælt og hreinlega í tízku að skipta um blogghýsil að undanförnu en nú þykir mér nógu langt síðan flestir gerðu það og þess vegna læt ég loksins verða að því.

Ég vona að ykkur líki við þessar breytingar,

Thelma