Í dag er merkilegur dagur af því að...
A. ...tvær stórgóðar vinkonur mínar, Halldóra og Sigríður Fanney, eiga afmæli. Til hamingju með það skruddurnar mínar.
B. ...í dag er síðasti dagurinn sem ég mun lesa fyrir fyrsta tannfyllingarprófið mitt á ferlinum.
C. ...í dag fattaði ég hvað það er frábært að keyra ein með GusGus í botni og tralla með.
D. ...í frysta skipti á ævi minni kláraði ég alla fjóra litina í fjögurra lita Bic kúlupennanum mínum (og hef nú átt ansi marga í gegnum tíðina).

Ég var ekki viss hvort ég ætti að ramma hann inn eða ekki og ákvað því bara að henda honum í ruslið með bros á vör.
Thelma