
Já góðir hálsar... Á morgun ku vera prófið góða sem ég hef lært undir síðasta mánuðinn. Ferlega skrýtið að vera að lesa svona yfir sumartímann og ekki vottar fyrir stressi á þessum bænum. Það er fjarri því að ástæðan sé sú, að ég kunni kúrsinn upp á tíu!! Ég held bara að líkaminn sé ekki alveg að átta sig á því að nú er próftíð og að hann eigi að kikka inn smá adrenalíni af og til. Ég er pínulítið ósátt við það, því ég hef verið kærulaus í dag, síðasta dag fyrir próf!! Það er þó skárra en síðast þegar ég las þessa blessuðu líffærafræði, en þá ældi ég hreinlega og svaf ekki fyrir stressi og spenningi í tvær heilar vikur fyrir próf. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað afköstin voru stórfengleg þá... Hmmm...
Prófið verður semsagt milli hálftvö og hálffjögur á morgun, föstudaginn 25. ágúst árið 2006, og þætti mér voðalega vænt um það að þið gæfuð ykkur svona eins og hálfa mínútu á þessu tímabili, til að senda mér power-super-mega-sega-ofur kraftana sem þið megið missa.
Með fyrirfram þökkum,
Thelma