sunnudagur, október 29, 2006
fimmtudagur, október 26, 2006
Ohh...

...mig langar svo að fara í jóga og verða liðug eins og kattardýr. Er að hugsa um að skella mér jafnvel á námskeið á nýja árinu og var svona að leita eftir stuðningi og félagsskap e-s ykkar.
Haldið þið ekki að það væri gaman að sveigja sig og beygja eins og þessi myndarlegi maður hérna getur? Hmmm...
Langar e-n með?
Thelma
þriðjudagur, október 24, 2006
Í dag var ég lasin...
...en svo kom elsku bezta Þóra Sif með afmælispakka og eldaði fyrir mig dýrindis kjúklingarétt!!
Takk fyir mig elsku Þóra Sif mín, held ég sé orðin alveg stálhress eftir þessa upplyftingu:)
Thelma
Takk fyir mig elsku Þóra Sif mín, held ég sé orðin alveg stálhress eftir þessa upplyftingu:)
Thelma
sunnudagur, október 22, 2006
Mikil ást
Svona líður mér akkúrat núna, svo glöð og svo heppin að eiga alla þessa yndislegu vini.
Margrét þú skilur mig, ekki satt? =)
Takk kærlega fyrir mig, fyrir símhringingar og smáskilaboðin og fyrir alveg hreint frábæra helgi.
Thelma
Margrét þú skilur mig, ekki satt? =)
Takk kærlega fyrir mig, fyrir símhringingar og smáskilaboðin og fyrir alveg hreint frábæra helgi.
Thelma
fimmtudagur, október 19, 2006
Afmæliskökur að mínu skapi


Annars verð ég líka alveg sátt ef þið gefið mér bara Svamps köku, hann er svo einstaklega hress og sprækur, alveg eins og gamla konan ég =)

Obsjón númer þrjú er svo Louis Vuitton taska sem má annaðhvort vera á étanlegu formi eða bara the real deal...
Eigum við ekki annars að dansa aðeins, pínulítið annað kvöld?
Thelma
þriðjudagur, október 17, 2006
fimmtudagur, október 12, 2006
sunnudagur, október 08, 2006
Ég er með blöðru...
...á þumlinum mínum og ráma rödd eftir magnað gærkveldið.
Þessir áverkar eru til sönnunar þess að ég söng frá mér allt vit og hristi tamborinuna af miklum krafti fram eftir kvöldi.
Þessir áverkar eru til sönnunar þess að ég söng frá mér allt vit og hristi tamborinuna af miklum krafti fram eftir kvöldi.
Ætti, svona tæknilega séð, að vera með harðsperrur líka en ég er greinilega komin í góða dansæfingu.
Spurning um að við fjórðu-u-arar stofnum ekki bara hljómsveit í kjölfar þessa bekkjarpartýs, hæfileikarík erum við í það minnsta!
Takk annars fyrir gott kvöld og reyndar bara góða helgi allir saman.
Ofboðslega kát,
Thelma
þriðjudagur, október 03, 2006
Ef ég hef e-n tíman...

...lýst því yfir að ég hafi óbeit á bandarískum stjórnvöldum og ógeðfelldum gjörðum þeirra, þá hef ég eflaust sjaldan verið jafn viss í minni sök og akkúrat núna!
Mæli með því að þið sjáið The Road to Guantanamo á Kvikmyndahátíð...
Thelma