Hvurnig í andsk...

Já, nú er mér nær allri lokið.
Svo virðist sem góðvinkona mín, sem ég kýs að kalla Ungfrú X, sé nálægt því að missa vitið. Kannski ekki allt vitið, en e-ð er fari að grynnka á hyggjuviti hennar. Með hverjum deginum líkist hún meira og meira fjöldaframleiddri Barbie-dúkku með ljósa lokka og stinnan líkama, sem jafnframt verður nokkuð vel tanaður innan skamms, og hún er svoleiðis búin að hella sér í poppkúltúr Reykjavíkurborgar og sést þar af leiðandi á ótrúlegustu dansstöðum um helgar, svo og á populismasíðum veraldarvefsins.
Hvað ætli valdi þessum straumhvörfum í lífi Ungfrúr X??
Jáhh, hafið þið e-r svör við því lesendur góðir?
Thelma